Lærðu íslenska stafrófið á skemmtilegan hátt
Fallegt handgert bretti sem sýnir hástafi á annari hliðinni og á hinni lágstafi. Fullkomið fyrir börn sem eru að byrja að læra að lesa, skrifa og þekkja stafina.
Ávinningur fyrir litlu lærlingana:
Eflir sjónræn tengsl milli bókstafa – sér í lagi þegar farið er á milli hástafa og lágstafa.
Hvetur til fínhreyfinga þegar börn snerta, teikna eða stimpla stafina.
Styður við sjálfstæði barnsins og byggir upp sjálfstraust í gegnum leik og lærdóm – allt í anda Montessori aðferðarinnar.
Aukahlutir: 2 tréprik og línpoki
Tilvalið fyrir leikskóla, heimili og foreldra sem vilja kenna stafrófið snemma!
Allar vörur frá Threewood eru handgerðar í Úkraínu
Athugið: Hægt er að sérpanta stafrófsbretti á öðrum tungumálum, sendið okkur línu á larilei@larilei.is