Skilmálar
I. Almennt
Neytendur eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla hjá LaríLei ehf.
Kennitala: 450723-0960
Vasknúmer: 149620
Tölvupóstur: larilei@larilei.is
LaríLei ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Upplýsingar um verð og magn á lager er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
II. Afhending vöru
Allar pantanir eru afhentar innan tveggja virkra daga með Dropp. Sendingar utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið allt að fjóra daga. Dropp býður upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Heimsendingar eru afhentar á milli 17.45-22.00 virka daga.
- Suðvesturhorn: Reykjanesbær, Sandgerði, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki og Akranes
- Hægt er að sjá alla almenna afhendingarstaði Dropp hér: https://dropp.is/kort
Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar gilda. LaríLei ehf. ber samkvæmt því enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því hún er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.
III. Greiðsla
Öll verð sem finna má á LaríLei.is innihalda bæði toll og 24% vsk en sendingakostnaði er bætt við áður en greiðsla fer fram.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar.
Hægt er að greiða með kredit- og debetkortum en Teya Iceland hf. er færsluhirðir LaríLei ehf. og gilda því þeirra reglur um færsluhirðingu.
Einnig er hægt er að greiða með Netgíró.
IV. Skilaréttur
Sé vöru skilað innan 14 daga fæst hún endurgreidd, sé vöru skilað innan 30 daga fæst henni skipt fyrir aðra vöru eða inneignarnótu. Framvísa þarf sölureikningi/kvittun sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.
Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Ef vara er innsigluð má það ekki vera rofið. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar þann dag sem hún var keypt.
Tilboðs- og afsláttarvörum í verslun og netverslun er ekki hægt að skila né skipta.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Kaupandi stendur straum af kostnaði sem hlýst við að koma vörunni til LaríLei ehf.
V. Gölluð vara
LaríLei reynir eftir bestu getu að tryggja gæði vara sinna, hins vegar ef komi upp sú staða að um gallaða vöru sé að ræða verður farið eftir lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Leiki grunur á um að vara sé gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður, hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið saman.
VI. Lög og varnarþing
Skilmáli þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal því vísað til Héraðsdóms Reykjavikur.