Topp 10 jólagjafahugmyndir frá LaríLei: Leikföng og barnaföt
Gerðu jólin sérstök með gjöfum frá LaríLei, vandlega völdum barnafatnaði og leikföngum sem færa börnum gleði, hlýju og sköpunargleði. Hér eru okkar topp 10 jólagjafahugmyndir:
-
Stafrófsbretti
Þetta bretti er frábært kennslutæki þar sem börn geta æft sig í íslenska stafrófinu á skemmtilegan og þreifanlegan hátt. Hentar vel fyrir börn frá 2 ára aldri. Sjá hér! -
Bonnie Mob peysu- & buxna sett
Þessi þægilegu Bonnie Mob sett eru fáanleg bæði sem peysa og buxur fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára og einnig sem samfella og buxur fyrir ungabörn á aldrinum 3 mánaða til 18 mánaða. Þau eru tilvalin til að halda litlum kroppum hlýjum og þægilegum í vetur en bæði settin eru með svokallaða ferskjuáferð að innan. Skoðaðu peysusettið hér og samfellu settið hér
-
Pura stálbrúsi
Hin fullkomin gjöf fyrir allan aldur! Brúsarnir frá Pura eru úr ryðfríu stáli og læknasílikoni, 100% lausir við plast! Einangraðar flöskur sem halda bæði heitu og köldu, hægt er að breyta og aðlaga þær eftir því sem barnið vex með því einfaldlega að skipta um stút. Hagnýtur, endingargóður og umhverfisvænn valkostur!. Sjá hér. -
Dýralest til að draga
Skemmtileg trélest úr dýrum fyrir litlu krílin. Fíll, flóðhestur og tígrisdýr sem hægt er að draga á eftir sér og styrkja jafnvægið. Dásamleg gjöf fyrir ung börn, búin til úr sjálfbærum og eiturlausum efnum. Sjá hér. -
Eldhús sett úr sykurreyr
Fullkomið í hlutverkaleikinn fyrir unga matreiðslumenn! Auðvelt að taka saman og ferðast með! Hægt að leika með það bæði úti og inni! Sjá hér. -
Mósaík kubbar
Ótrúlega skemmtilegir mósaík kubbar sem efla ímyndunarafl, sköpunargáfu og fínhreyfingar! Inniheldur 60 marglita kubba sem hægt er að nota til þess að búa til hús, blóm, stafi, fígúrur og margt fleira! Hentar vel fyrir allan aldur, skoða hér! -
Sandbakki með bókstafakortum
Frábært fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í skrift og lestri! Þessi sandbakki gerir börnum kleift að æfa sig að skrifa bókstafi og mynda orð.Fáanlegt með enska stafrófinu hér. Fáanlegt með íslenska stafrófinu hér. -
Barnapúsl
Litríku púslin frá Elfiki eru skemmtileg leið til að þjálfa lausnamiðaða hugsun barna. Tímalaus og vönduð jólagjöf, tilvalið fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Kemur í fjórum útgáfum. Sjá hér. -
Merino ullarfatnaður
Smalls Merino! 100% merino ullarfatnaður sem hægt er að nota ein og sér eða innan undir önnur föt á köldustu dögunum! Hágæða efni sem tryggir langlífi svo ullarfötin endist barnanna á milli. Fæst í stærðum 6 mánaða til 8 ára. Sjá hér.
-
Eitthvað mjúkt að knúsa!
Puffy og Aili eru ótrúlega fallegir og skemmtilegir bangsar frá úkraínska merkinu Elfiki! Hægt er að kaupa ýmsar útgáfur af þeim fyrir alla aldurshópa. Nagdót og hringlur er hægt að fá fyrir þau minnstu hér, og kúrudýr & bangsa í fullri stærð hér!
Skoðaðu þessar gjafahugmyndir og fleira hjá LaríLei til að gera þessi jól eftirminnileg með gjöfum sem veita gleði og hlýju. Minnum á að einnig er hægt að kaupa gjafabréf hjá LaríLei hér!