Klassískur sparkbíll úr upprunalegu og hágæða viðarleikfangalínu Moover.
Einföld og stílhrein dönsk hönnun á sparkbíl. Ekki aðeins traustur og áræðanlegur, heldur stuðlar hann einnig að hreyfingu og er með földu geymsluhólfi.
Fyrir 18+ mánaða, byggir upp hreyfifærni, kennir að keyra og stýra samtímis, hvetur til hlutverkaleiks og eykur ímyndunarafl.
Efni: FSC vottaður birkikrossviður, gegnheill viðarás, 18mm krossviðshjól með TPE gúmmídekkjum. Öll málning er umhverfisvæn og án eiturefna.
Stærð: 56 x 29 x 19 cm